Upplýsingar um lyfið
Zitromax

Azitrómýcín er breiðvirkt sýklalyf. Það tilheyrir flokki sýklalyfja sem kallast makrólíðar, en lyf í þessum flokki hindra vöxt baktería með því að stöðva próteinframleiðslu þeirra. Verkunarsvið azitrómýcíns er svipað og annarra lyfja í sama flokki. Helsti kostur azitrómýcíns fram yfir skyld lyf er sá að verkunartími þess er svo langur að það dugar að taka það einu sinni á dag. Azitrómýcín er notað við sýkingum af völdum baktería t.d. í öndunarfærum, hálsi eða húð, og klamydíusýkingum í kynfærum. Eins og önnur breiðvirk sýklalyf getur azitrómýcín raskað eðlilegri bakteríuflóru líkamans. En því getur fylgt aukin hætta á sýkingum af völdum sveppa eða baktería sem eru ónæmar fyrir lyfinu.

Notkun á lyfi
Lyfjaform:

Töflur og mixtúra til inntöku og innrennslislyf í æð.

Fullorðnir: 500 mg á dag í 3 daga. Við klamydíu og lekanda: 1000 mg í einum skammti. Börn: 5-10 mg á hvert kg líkamsþyngdar einu sinni á dag í 3-4 daga. Innrennslislyfið er eingöngu notað á sjúkrahúsum.

Misjafnt eftir því hvar sýkingin er og hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu. Eftir inntöku nær lyfið hámarksþéttni í blóði á 2-4 klst.

Misjafn eftir því hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.

Engin.

Geymist í lokuðum umbúðum þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mixtúran geymist í 5 daga í kæli.

Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Taktu lyfið svo lengi sem læknir segir til um eða ljúktu við skammtinn sem var úthlutaður, jafnvel þótt einkenni sýkingarinnar séu ekki lengur til staðar. Annars er hætta á því að sýkingin nái sér aftur á strik og bakteríur myndi ónæmi fyrir lyfinu.

Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Azitrómýcín er aðeins notað nokkra daga í senn.

Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru óþægindi frá meltingarvegi, sem allt að 10% þeirra sem taka lyfið finna fyrir.

Aukaverkun Tíðni Leitið læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng
> 1%
Sjaldgæf
< 1%
Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum
Kviðverkir
Ógleði, uppköst, niðurgangur
Gula
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur
Langvarandi og blóðugur niðurgangur
Tímabundin heyrnarskerðing
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar

Hafðu samband við lækni ef önnur einkenni koma fram sem gætu tengst lyfinu.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Lyfjastofnunar. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.

Upplýsingar
Sýklalyf
Pfizer
Virkt innihaldsefni: Azitrómýcín
Skráð: 1.11.1998
Útlit
A-hlið B-hlið
Litur: Hvítur Hvítur
Áletrun: ZTM 500
Mynd:
Gerð: Tafla Lengd: 17 mm
Lögun: Sporöskjulaga Breidd: 8,5 mm
Kúpt Þvermál: 0 mm
Deilistrik: Þykkt: 7 mm
Styrkur: 500 mg
Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:

Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:

Lyfið berst í brjóstamjólk. Meta þarf hugsanlegan ávinning gagnvart hugsanlegri áhættu fyrir barnið.

Börn:

Skammtar eru háðir líkamsþyngd. Töflurnar eru ekki ætlaðar börnum léttari en 45 kg.

Eldra fólk:

Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:

Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:

Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:

Leyft við æfingar og í keppni.