Otrivin Menthol ukonserveret

Fara í leitarvél Prenta
Upplýsingar um lyfið
Otrivin Menthol ukonserveret

Otrivin er notað við nefstíflum og miklu nefrennsli. Xýlómetazólín, virka efni lyfsins, veldur því að æðar í nefslímhúðinni dragast saman. Við þetta minnka bólgur í nefslímhúðinni og dregið er úr slímmyndun. Lyfið er einnig notað við miðeyrnabólgu. Ef xýlómetazólín er notað lengur en 10 daga í senn eykst hætta á því að langvarandi bólga í nefslímhúð komi fram þegar notkun lyfsins er hætt.

Notkun á lyfi
Lyfjaform:

Nefúði.

Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 1 úði (1 mg/ml) í hvora nös 1-3svar á dag. Snýttu þér fyrir notkun og andaðu rólega inn um nefið um leið og lyfið er notað.

Nokkrar mín.

6-8 klst.

Engin.

Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Lyfið er aðeins notað eftir þörfum.

Hætta má notkun lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.

Stórir skammtar geta valdið sviða og óþægindum í nefi. Mjög stórir skammtar geta valdið hröðum hjartslætti, háum blóðþrýstingi og eirðarleysi. Hafðu samband við lækni ef þessi einkenni koma fram.

Lyfið má ekki nota lengur en 10 daga í senn.

Aukaverkanir

Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng
> 1%
Sjaldgæf
< 1%
Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum
Hnerri, nefrennsli
Höfuðverkur, ógleði
Sviði, þurrkur og erting í nefi
Hjartsláttartruflanir
Útbrot og mikill kláði

Hafðu samband við lækni ef önnur einkenni koma fram sem gætu tengst lyfinu.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Lyfjastofnunar. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.

Upplýsingar
Neflyf
Novartis Healthcare
Virk innihaldsefni: Mentól, Xýlómetazólín
Skráð: 1.5.2001
Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með gláku
- þú sért með hjartasjúkdóm eða háan blóðþrýsting
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með ofvirkan skjaldkirtil
- þú sért með stækkaðan blöðruhálskirtil
- þú sért með sykursýki
- þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:

Ekki er mælt með notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:

Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:

Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.

Eldra fólk:

Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:

Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:

Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Annað:

Ekki nota lyfið lengur en 10 daga í senn.

Íþróttir:

Leyft við æfingar og í keppni.